bluebill

Tryggingar
 

Blue Car Rental langtímaleiga er með tvær leiðir þegar kemur að tryggingum. 

Grunnvernd

Grunnvernd er innifalin í verði en um er að ræða lögboðna ökutækjatryggingu, slysatryggingu ökumanns og kaskótryggingu með sjálfsábyrgð sem má sjá hér fyrir neðan. 


Sjálfsábyrgð minni ökutækja er 150.000 kr.
Sjálfsábyrgð stærri ökutækja er 240.000 kr.
Sjálfsábyrgð framrúðu á minni ökutækjum er 75.000 kr.
Sjálfsábyrgð framrúðu á stærri ökutækjum er 110.000 kr.


Ábyrgðartrygging gagnvart þriðja aðila nemur þeirri fjárhæð sem kveðið er á um í íslenskum lögum hverju sinni. Ef leigjandi veldur af einhverjum ástæðum tjóni á öðru ökutæki, án þess að valda skemmdum á hinu leigða ökutæki, er sjálfsábyrgð hans 35.000 kr.

Bluevernd

Komi til skemmdar á ökutæki ber leigutaki fulla ábyrgð. En með Bluevernd fer öll sjálfsábyrgð niður í 0 kr. svo fremi að skemmdir komi ekki til vegna atriða sem tilgreind eru í leiguskilmála, grein 32.


Kostnaður Bluevernd er sem hér segir.


Í stærri ökutækjum 7.990 kr sem bætast ofan á leigugjald um hver mánaðarmót.
Í minni ökutækjum 4.990 kr sem bætast ofan á leigugjald um hver mánaðarmót.

 

Gjaldskrá 

 1. Tjónaferð  
  1. 40.000 kr í startkostnað og svo 350 kr p/km.
  2. Ef þriðji aðili fer í tjónaferð þá gildir gjaldskrá þess aðila.
    
 2. Umsýslugjald
  1. Vegna stöðumæla og veggjaldasekta – 990 kr.
  2. Vegna hraðasekta – 1.990 kr.
    
 3. Kostnaður vegna vanskila
  1. Ábending eftir 10 daga – 990 kr.
  2. Viðvörun eftir 20 daga – 990 kr.
  3. Innheimtuviðvörun eftir 40 daga – 990 kr.
  4. Ef mál fer í löginnheimtu þá gildir gjaldskrá viðkomandi innheimtuaðila.
    
 4. Vegna reykinga í bíl – 40.000 kr.
   
 5. Alþrif á bíl (ef bíl er skilað óvenju skítugum) – 19.900 kr.
   
 6. Verkstæðistími (ef viðgerð fellur ekki undir eðlilegt slit á bíl eða tjón/bilun má skrifa á leigutaka) – 19.200 kr.

Blue Car Rental er dreifingaraðili trygginga fyrir VÍS.

2024 Blue Car Rental ehf. Allur réttur áskilinn.